Category Archives: Forsíða

Heimsókn til ÍFR

Við þökkum ÍFR fyrir gott samstarf í heilsuvikunni sem haldin var 12-16 september og fyrir að taka á móti okkur til að kynna þjónustuþegum fyrir vinsælustu íþróttum félagsins. Boðið var uppá prufutíma í boccia, borðtennis og bogfimi. Í heimsókninni fundu margir eitthvað við sitt hæfi og við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrá félagsins. […]

Hafa unnið í samtals 150 ár hjá Sjálfsbjargarheimilinu

Hjá Sjálfsbjargarheimilinu erum við svo lánsöm að við fögnum reglulega löngum starfsaldri hjá okkar starfsfólki. Á árinu 2022 höfum við fagnað óvenju mörgum áföngum en á árinu hafa átt eftirtaldir starfsmenn starfsafmæli. Lilita Novikova, Margrét Júlíusdóttir og Monica Pirórkowska fagna 15 starfsárum. Garðar Halldórsson, Svanhildur Ólafsdóttur og Þórunn Ragnarsdóttir fagna 25 starfsárum og Ingibjörg Jóhannsdóttir […]

Sundlaug opnar á ný 21. febrúar

Það stendur til að opna sundlaug Sjálfsbjargarheimilins aftur mánudaginn 21. febrúar. Sundlaugin verður opin mánudag og fimmtudag frá kl 8:45-11:30 þá vikuna. Vinsamlegast athugið að upp getur komið sú staða að sundlauginni er lokað fyrirvaralaust vegna bilunar eða annara óviðráðanlegra aðstæðna. Við biðjum fólk um að fylgjast með á vefsíðu www.sbh.is eða á facebook síðu […]