Virkni og stuðningur

Umsókn fer í gegnum inntökuteymi og miðast þjónusta við að halda virkni og styðja viðkomandi til þess að búa áfram heima hjá sér. Engin tímamörk á þjónustu eru skilgreind en hún fer eftir aðsókn í úrræðið. Við útskrift er metið hvort að vísað sé til annars úrræðis. Markmiðið er að fólk geti búið heima hjá sér lengur en verið í daglegri virkni. Viðhalda þeirri endurhæfingu sem viðkomandi hefur þegar fengið og rjúfa félagslega einangrun.

Eftir að umsókn hefur verið útfyllt þarf að senda hana til félagsráðgjafa Sjálfsbjargarheimilisins Önnu Rósar Jendóttur netfang anna@sbh.is. Inntökuteymi tekur umsóknina til umfjöllunar og vinnslu. Tengill á umsókn er hér fyrir neðan.

Umsókn