Þverfagleg endurhæfing á dagdeild

Boðið er upp á þverfaglega endurhæfingu á dagdeild. Sett er upp einstaklingsmiðuð endurhæfingaráætlun sem er endurskoðuð á a.m.k. 6 mánaða fresti. Engin tímamörk eru skilgreind á þjónustunni en lengd endurhæfingar verður metin út frá endurhæfingarþörf og aðsókn í úrræðið. Við útskrift er metið hvort að viðkomandi sé vísað í annað úrræði eða ekki. Markmiðið er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem hafa orðið fyrir veikindum eða slysum til að takast á við breyttar aðstæður, veita heildræna þjónustu með fjölskyldumiðaða nálgun í huga.

Eftir að umsókn hefur verið útfyllt þarf að senda hana til félagsráðgjafa Sjálfsbjargarheimilisins Önnu Rósar Jendóttur netfang anna@sbh.is. Inntökuteymi tekur umsóknina til umfjöllunar og vinnslu. Tengill á umsókn er hér fyrir neðan.

Umsókn