Hafa unnið í samtals 150 ár hjá Sjálfsbjargarheimilinu

Hjá Sjálfsbjargarheimilinu erum við svo lánsöm að við fögnum reglulega löngum starfsaldri hjá okkar starfsfólki. Á árinu 2022 höfum við fagnað óvenju mörgum áföngum en á árinu hafa átt eftirtaldir starfsmenn starfsafmæli. Lilita Novikova, Margrét Júlíusdóttir og Monica Pirórkowska fagna 15 starfsárum. Garðar Halldórsson, Svanhildur Ólafsdóttur og Þórunn Ragnarsdóttir fagna 25 starfsárum og Ingibjörg Jóhannsdóttir fagnar 30 starfsárum. Samtals eru þetta 150 ár. Sjálfsbjargarheimilið þakkar öllu þessu góða fólki fyrir samstarfið og þeirra framlag í þágu starfseminnar.