Hjúkrun og hvíldarinnlögn

Búseta hjá Sjálfsbjargarheimilinu er tvíþætt. Annarsvegar búa einstaklingar í litlum íbúðum sem fá viðeigandi hjúkrun og hinsvegar eru einstaklingar sem eru í endurhæfingu.

Boðið er upp á hvíldarinnlögn og umsókn fer í gegnum inntökuteymi. Hvíldarinnlögn er að lágmarki 1 vika og að hámarki 4-6 vikur yfir árið. Markmiðið er að styðja við aðstandendur og einnig að rjúfa einangrun hjá einstaklingum sem búa einir og veita þeim stuðning.

Eftir að umsókn hefur verið fyllt út þarf að senda hana til félagsráðgjafa Sjálfsbjargarheimilisins Önnu Rósar Jensdóttur netfang anna@sbh.is. Inntökuteymi tekur umsóknina til umfjöllunar og vinnslu. Tengill á umsókn er hér fyrir neðan.

Umsókn