Sundlaug opnar aftur eftir sumarleyfi

Sundlaug Sjálfsbjargarheimilisins opnar aftur Miðvikudaginn 4 ágúst kl 8:30. Vinsamlegast athugið að breytingar hafa orðið á opnunartímum sundlaugarinnar og er sundlaugin nú opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl 8:30-11:30. Við viljum minna gesti okkar á að virða grímuskyldu og að huga að handþvotti og sótthreinsun. Ef fólk finnur fyrir flensueinkennum er mikilvægt að fresta heimsókn til okkar. Ef þú finnur fyrir einkennum sem gætu verið vegna COVID-19 geturðu hringt í heilsugæsluna, haft samband við netspjall Heilsuveru.is eða utan dagvinnutíma hringt í Læknavaktina í síma 1700 til að fá ráð.

X