Almennar upplýsingar um sundlaug

Sundlaugin er innilaug sem er sérstaklega útbúin fyrir hreyfihamlaða og því með góðu aðgengi og lyftubúnaði. Laugin er 16.67 metrar á lengd og er vatninu haldið 32°C heitu að jafnaði. Tveir pottar eru við laugina, annar þeirra er með 39°C hitastig og hinn er með 37°C hitastig. Laugin er meðal annars nýtt til þjálfunar og endurhæfingar fyrir íbúa heimilisins og gesti Þjónustumiðstöðvar. 

Boðið er upp á opna tíma fyrir hreyfihamlaða og fer opnun eftir dagskrá hverju sinni. Dagskrá má sjá hér fyrir neðan og í viðburðadagatali á forsíðu. Hægt er að sækja um aðgang að sundlauginn hjá sundlaugarvörðum en fylla þar út umsókn til að fá aðgang að opnum tímum. Laugin er leigð út til hópa og veita sundlaugaverðir upplýsingar um útleigu.

Símanúmer sundlaugar er 5500 315 og netfangið er sundlaug@sbh.is

Dagatal með opnum tímum

Vinsamlega athugið að opnunartími sundlaugar getur breyst með stuttum fyrirvara.

September, 2021